Aníta hafnaði í fimmta sæti á HM

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir mbl.is/Eggert

Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fimmta sæti  í 800 metra hlaupi á heims­meist­ara­mót­inu inn­an­húss í frjáls­um íþrótt­um sem fram fer í Port­land í Or­egon-ríki. 

Hún hljóp á tímanum 2.02,58 en Íslandsmet hennar innanhús er 2.01,56 og besti tími hennar á keppnistímabilinu er 2.01,59. Í undanrásunum í gær hljóp hún á 2.01,96.

Francine Niyonsaba, frá Búrúndí, er heimsmeistari en hún hljóp á tímanum 2.00,01 en það er besti tími ársins í greininni. Ajee Wilson frá Bandaríkjunum hafnaði í öðru sæti á tímanum 2.00,27 og Margaret Wambui frá Kenía varð þriðja á tímanum 2.00,44.

Aníta hljóp í fyrsta und­anriðli af þrem­ur í gær en alls voru 17 kepp­end­ur skráðir til leiks í 800 metra hlaupi. Hún var með þriðja besta tím­ann í sín­um riðli og þriðja besta tíma allra kepp­enda í gær og flaug því inn í úr­slit­in.

mbl.is