Gæti komist í hóp fimmtán efstu á góðum degi

Snorri Einarsson.
Snorri Einarsson. mbl.is

Skíðagöngukappinn Snorri Einarsson er sæmilega bjartsýnn fyrir Vetrarólympíuleikana sem framundan eru í Suður-Kóreu.

Bakslag kom þó í undirbúning Snorra þegar hann fékk flensu í janúar og gat lítið æft um tveggja vikna skeið.

„Það var nú ekki í mínum áætlunum að veikjast. Ég hafði ekki fengu flensu eða neitt slíkt í hálft ár og þetta var því ekkert sérstaklega gaman. En maður getur svo sem aldrei gengið út frá því að allar áætlanir gangi eftir í íþróttum og ég er orðinn góður núna,“ sagði Snorri þegar Morgunblaðið ræddi við hann.

Snorri tók þátt í nokkrum heimsbikarmótum fyrir áramót og hans besti árangur var 22. sæti í Ruka í Finnlandi. Svo langt hefur enginn Íslendingur náð á heimsbikarmóti á skíðum fyrir utan Kristin Björnsson. Björgvin Björgvinsson náði best 23. sæti í heimsbikarmóti en hann og Kristinn voru báðir í alpagreinum.

„Helgin í Ruka var rosalega flott því þar hafnaði ég tvisvar á meðal þrjátíu efstu. Að sumu leyti náði ég mér einnig ágætlega á strik á heimsbikarmótinu í Lillehammer.“

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert