Guðni Valur komst ekki í úrslit

Guðni Valur Guðnason.
Guðni Valur Guðnason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Valur Guðnason komst ekki í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í Berlín í dag. Hann kastaði lengst 61,36 metra, sem er rúma tvo metra frá hans besta árangri. 

Guðni var 83 sentimetrum frá Ola Isene frá Noregi, sem fékk síðasta sætið í úrslitum. Guðni gerði ógilt í fyrsta kasti, kastaði 61,36 metra í öðru kastinu og 57,39 metra í síðasta kastinu.

Guðni varð áttundi í sínum riðli. Svíinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar, kastaði lengst eða 67,07 metra. Úrslitin fara fram annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert