Leitast er við að vernda leikmenn

Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, er einn þeirra leikmanna sem …
Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, er einn þeirra leikmanna sem stuðst hefur verið sérstakan hlífðarbúnað. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Árið 1993 þurfti að huga að Colin McGlashan, leikmanni knattspyrnuliðsins Partick Thistle, í miðjum leik vegna höfuðhöggs. Þegar knattspyrnustjóra liðsins, John Lambie, var tjáð af sjúkraþjálfaranum að leikmaðurinn vissi ekki hvað hann héti þá lét Lambie þessi fleygu orð falla: „Það er flott. Segðu honum að hann sé Pelé og sendu hann aftur inn á.“

Um leið og hægt er að skemmta sér yfir orðheppni sem þessari er staðreyndin sú að nú hefur verið búið þannig um hnútana í hæsta gæðaflokki að knattspyrnustjórinn tekur ekki ákvörðun um hvort leikmaður haldi leik áfram ef grunur leikur á að um höfuðáverka sé að ræða. Sú ákvörðun er ekki heldur tekin af leikmanninum sjálfum heldur lækni viðkomandi liðs.

Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu síðustu árin hafa margir íslenskir íþróttamenn af báðum kynjum glímt við alvarlega höfuðáverka. Eru um það mörg dæmi bæði í knattspyrnunni og handknattleikleiknum. Nú síðast greindi blaðið frá því að Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, hefði verið frá æfingum og keppni í marga mánuði.

Umfjöllunina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag en þar er rætt við Kristin Jakobsson fyrrverandi alþjóðadómara í knattspyrnu, Magnús Kára Jónsson dómara og þjálfara í handboltanum og Rebekku Sverrisdóttur sem hefur skrifað mastersritgerð um höfuðhlífar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka