Sæmundur vann til bronsverðlauna á HM

Sæmundur Guðmundsson.
Sæmundur Guðmundsson. Ljósmynd/KRAFT

Sæmundur Guðmundsson gerði það gott á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem fram fer í í Potchefstroom í Suður Afríku.

Sæmundur keppti í -74 kg flokki þar sem keppendur voru 60-69 ára. Sæmundur lyfti 155 kg í hnébeygju, 110 kg í bekkpressu og 195 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hann því 460 kg.  Hann vann til bronsverðlauna í öllum greinunum og hann fékk bronsið í samanlögðum greinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert