Af hverju að panikka eftir 20 mínútur? (myndskeið)

Það hefur lítið gengið hjá Chelsea að undanförnu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum, eftir gott gengi þar á undan.

Freyr Alexandersson sagði í Vellinum á Símanum sport, að reynsluleysi þjálfarateymis Chelsea-manna spili þar inn í. Frank Lampard er knattspyrnustjórinn og Jody Morris aðstoðarmaður hans. 

„Það hefur ekki með aldurinn á hópnum að gera, það hefur meira með stjórann að gera. Hann er nýr og hans teymi er tiltölega óreynt. Jody Morris, aðstoðarstjóri Chelsea, var að hlaupa til hans og líkamstjáningin var neikvæð. Það byrjaði strax á 20. mínútu. Af hverju að panikka yfir einhverju eftir 20 mínútur?“

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka