Baldvin varð svæðismeistari

Baldvin Þór Magnússon ásamt þjálfara sínum Mark Rinker.
Baldvin Þór Magnússon ásamt þjálfara sínum Mark Rinker.

Baldvin Þór Magnússon varð um helgina svæðismeistari Mið-Ameríkudeildarinnar í frjálsíþróttakeppni bandarísku háskólanna í 5.000 metra hlaupi.

Baldvin sigraði í greininni á móti í Oxford í Ohio á 14:09,50 mínútum sem er tæpum 24 sekúndum frá Íslandsmetinu í greininni sem Baldvin setti fyrr í vor.

Þá varð Baldvin í fjórða sæti í 1.500 metra hlaupi á 3:44,95 sekúndum, rúmum fjórum sekúndum frá Íslandsmeti hans í greininni. Með árangri sínum skilaði Baldvin fjórtán stigum til Eastern Michigan-háskólans en karlalið skólans hafnaði í þriðja sæti á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert