Akureyringar úr leik í Evrópubikarnum

SA er úr leik eftir tvö töp í Litháen.
SA er úr leik eftir tvö töp í Litháen. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skautafélag Akureyrar er úr leik í Evrópubikarnum í íshokkí eftir tvö töp í Vilnius í Litháen um helgina.

SA tapaði fyrir Tartu Valk frá Eistlandi í fyrsta leik í gær, 1:6, og fyrir heimamönnum í Vilnius í dag, 6:12.

Jóhann Már Leifsson skoraði eina mark SA í fyrri leiknum á meðan Andri Mikaelsson skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og þeir Ævar Arngrímsson, Jóhann Már og Gunnar Arason eitt mark hver.

mbl.is