Stúlknalandsliðið fékk silfur í Portúgal

Stúlknalið Íslands hafnaði í öðru sæti.
Stúlknalið Íslands hafnaði í öðru sæti. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Stúlknalandslið Íslands í hópfimleikum hafnaði í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem fram fer  í Guimares í Portúgal. Aðeins munaði 0,1 stigi á liði Íslands og Svíþjóðar en Svíar fóru með sigur af hólmi.

Íslenska liðið fékkk 16.850 í einkunn fyrir æfingar sínar á dýn og 16.450 í einkunn fyrir æfingar sínar á trampólíni. Ísland fékk hæstu einkunn allra fyrir gólfæfingar sínar eða 20.900 og samanlögð einkunn íslenska liðsins var 54.200 stig.

Stúlknalandsliðs Svía fékk 16.650 í einkunn fyrir æfingar sínar á trampólína og því 54.300 í heildareinkunn samanlagt fyrir æfingar sínar. Bretland hafnaði í þriðja sæti með 51.725 í heildareinkunn.

mbl.is