Öll börn eiga skilið sömu tækifæri

„Ég bind miklar vonir við Ásmund Einar Daðason, nýja íþróttamálaráðherrann okkar,“ sagði þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðlaug Edda, sem er 27 ára gömul, er fremsta þríþrautarkona landsins og hefur hún æft íþróttina frá árinu 2016.

Íslenskt afreksíþróttafólk hefur lengi barist í bökkum en Guðlaug Edda vonast til þess að á því verði breyting á næstu árum.  

„Staðan er bara þannig að umhverfið fyrir íþróttafólk í dag er ekki nægilega gott,“ sagði Guðlaug Edda.

„Öll börn eiga skilið sömu tækifæri og það er mikilvægt að við berjumst fyrir því þar sem það er dýrt að æfa íþróttir í dag,“ sagði Guðlaug Edda.

Viðtalið við Guðlaugu Eddu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert