Erum að týna börnunum okkar í símum og spjaldtölvum

„Við erum að týna börnunum okkar í símunum og spjaldtölvunum og ég held að sú kynslóð muni átta sig á því hversu miklu máli íþróttastarfið mun skipta fyrir börnin þeirra,“ sagði Þórhildur Garðarsdóttir, nýkjörinn formaður KR, í Dagmálum.

Þórhildur er fyrsta konan til þess að gegna formennsku hjá félaginu í 124 ára sögu þess en hún var varaformaður KR áður en hún var kjörin formaður á dögunum.

„Þau eiga eftir að ala börnin sín öðruvísi upp en við því þau eru búin að átta sig á hættunum sem fylgja þessum tækniframförum,“ sagði Þórhildur.

„Ég sé það fyrir mér að íþróttafélögin eigi eftir að skipta meira með sér verkum og í staðinn fyrir að allir séu að bæta við sig deildum þá muni nærliggjandi íþróttafélög sameinast meira í því,“ bætti Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, nýkjörinn formaður Fram, meðal annars við.

Viðtalið við þær Sigríði Elínu og Þórhildi í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is