Fjölnir einum sigri frá titlinum

Fjölniskonur fagna í kvöld.
Fjölniskonur fagna í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fjölnir er einum sigri frá Íslandsmeistaratitli kvenna í íshokkí eftir 2:1-útisigur á SA í Skautahöll Akureyrar í kvöld. Er staðan í einvíginu nú 2:1, Fjölni í vil.

Amanda Bjarnadóttir kom SA yfir á 5. mínútu, en tveimur mínútum síðar jafnaði Kristín Ingadóttir fyrir Fjölni og var staðan eftir fyrstu lotuna 1:1.

Þannig var hún fram að 22. mínútu er Kristín skoraði sitt annað mark og annað mark Fjölnis. Reyndist það sigurmarkið og Fjölniskonur fögnuðu vel í leikslok.

Er staðan óvænt, því SA var með mikla yfirburði í deildakeppninni. Akureyringar enduðu með 42 stig, 18 stigum meira en Fjölnir.

Fjölniskonur geta tryggt sér meistaratitilinn í Egilshöllinni á laugardaginn kemur þegar fjórði leikur liðanna fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert