GR og GK léku til úrslita í kvenna- og karlaflokki

Tveir kylfingar úr sveit Leynis. Karl Svanhólm Þórðarson og Þórólfur …
Tveir kylfingar úr sveit Leynis. Karl Svanhólm Þórðarson og Þórólfur Ævar Sigurðsson. Friðrik Tryggvason

Sveitakeppni öldunga fór fram um helgina á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þar sigraði GR í karlaflokki og GK í kvennaflokki. GR og GK léku til úrslita í karlaflokki og þar hafði GR betur, 3/2, í spennandi leik. GKG og GA léku um þriðja sætið og hafði GKG betur, 3,5/1,5 GK og GR léku einnig til úrslita í kvennaflokki en þar sigraði GK sem fékk 2 ½ vinning gegn ½ vinningi GR. Kjölur og Oddur léku um þriðja sætið og þar sigraði Kjölur, 2/1.

Úrslit karlaflokki urðu eftirfarandi:

1. Golfklúbbur Reykjavíkur.

2. Golfklúbburinn Keilir.

3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.

4. Golfklúbbur Akureyrar.

5. Golfklúbburinn Oddur.

6. Golfklúbbur Vestmannaeyja.

7. Golfklúbburinn Leynir.

8. Golfklúbbur Suðurnesja.

9. Nesklúbburinn.

10. Golfklúbbur Sandgerðis.

11. Golfklúbbur Selfoss.

12. Golfklúbburinn Kjölur.

Úrslit í kvennaflokki:

1. Golfklúbburinn Keilir.

2. Golfklúbbur Reykjavíkur.

3. Golfklúbburinn Kjölur.

4. Golfklúbburinn Oddur.

5. Nesklúbburinn.

6. Golfklúbbur Suðurnesja.

7. Golfklúbbur Akureyrar.

8. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.

Þekkir þú kylfingana á myndunum?. Sendu okkur línu á golf@mbl.is.

Frá sveitakeppni öldunga.
Frá sveitakeppni öldunga. Friðrik Tryggvason
Sveitakeppni öldunga.
Sveitakeppni öldunga. Friðrik Tryggvason
Sveitakeppni öldunga.
Sveitakeppni öldunga. Friðrik Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert