Wie dró sig úr leik vegna botnlangakasts

Michelle Wie var sex höggum á eftir efstu konu fyrir ...
Michelle Wie var sex höggum á eftir efstu konu fyrir síðasta daginn. AFP

Atvinnukylfingurinn Michelle Wie dró sig úr keppni á Canadian Pacific Open í gær vegna botnlangabólgu. Wie var jöfn í 23. sæti fyrir síðasta hringinn og sex höggum á eftir forystusauðnum. Hún lagðist undir hnífinn í morgun á sjúkrahúsinu í Ottawa þar sem botnlanginn var fjarlægður.

Wie er 27 ára gömul og var hluti af sigurliði Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum um síðustu helgi, en hún hefur fjórum sinnum unnið í LPGA-mótaröðinni.

Michelle Wie birti mynd af sér á Twitter rétt í þessu, þar sem hún segist vera öll að braggast.

mbl.is