Frumraun Axels verður í Kenía

Axel Bóasson
Axel Bóasson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Framundan er spennandi keppnistímabil á golfvellinum hjá Axel Bóassyni úr Keili. Axel sigraði á Nordic League-mótaröðinni í fyrra og fékk fyrir vikið keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Frumraun Axels á mótaröðinni verður á framandi slóðum því hann mun halda til Afríkuríkisins Kenía.

„Mótaröðin byrjar ekki af krafti fyrr en í lok apríl. Ég fer á tvö vetrarmót á Nordic-mótaröðinni sem ég keppti á í fyrra. Fer í æfingaferð til Spánar áður. Kem aftur heim og fer til Kenía í mars,“ sagði Axel þegar Morgunblaðið hafði samband við hann en mótið í Kenía verður 22.-25. mars. Verður það fyrsta mótið á Áskorendamótaröðinni á keppnistímabilinu en af einhverjum ástæðum verður næsta mót ekki fyrr en mánuði síðar.

Sjá samtal við Axel í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.