Guðrún og Eva leika til úrslita – Lárus og Sverrir karlamegin

Guðrún Brá Björgvinsdóttir leikur til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir leikur til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni. Ljósmynd/GSÍ

Úrslitaleikir kvenna og karla á Íslandsmótinu í holukeppni, sem er haldið á Þorláksvelli í Þorlákshöfn, fara fram eftir hádegi í dag. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Eva Karen Björnsdóttir úr GR munu þá leika til úrslita í kvennaflokki.

Guðrún Brá sigraði Huldu Clöru Gestsdóttur úr GKG í undanúrslitum og Eva Karen hafði betur gegn Helgu Signýju Pálsdóttur úr GR. 

Lárus Ingi Antonsson úr GA og Sverrir Haraldsson úr GM leika svo til úrslita í karlaflokki.

Lárus Ingi hafði betur gegn Andra Má Óskarssyni úr GOS í undanúrslitum og Sverrir sigraði Andra Þór Björnsson úr GR.

Nánari upplýsingar um úrslitaviðureignirnar og mótið hingað til má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands.

mbl.is