Vignir vann Íslendingaslaginn

Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Ljósmynd/Foto Olimpik

Holstebro vann nauman 32:31-sigur á Århus í dönsku A-deildinni í handbolta í dag. Vignir Svavarsson komst ekki á blað fyrir Holstebro. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Århus og Sigvaldi Guðjónsson bætti við einu marki. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað hjá Århus.

Holstebro er í 4. sæti deildarinnar með 29 stig og Århus í 6. sæti með 23 stig. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og tekur þá við tveir fjögurra liða riðlar, þar sem átta efstu liðin berjast um danska titilinn. 

mbl.is