Hefði fengið þriggja leikja bann

Einar Rafn Eiðsson er hér tekinn föstum tökum af Sigurbergi …
Einar Rafn Eiðsson er hér tekinn föstum tökum af Sigurbergi Sveinssyni og Andra Heimi Friðrikssyni í fyrsta úrslitaleiknum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Leikmenn handknattleiksliða FH og ÍBV voru sumir hverjir óánægðir með dómara leiksins í fyrrakvöld þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik.

Leikinn dæmdu Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson en um var að ræða þeirra fyrsta leik með flauturnar hjá ÍBV síðan þeir sýndu Magnúsi Stefánssyni, fyrirliða ÍBV, rautt spjald fyrir brot í fyrstu viðureign ÍBV og Hauka í undanúrslitum.

Það sem þeir félagar Bjarki og Gunnar rituðu í skýrslu sína að leiknum loknum varð þess valdandi að Magnús fékk tveggja leikja bann, leik meira en í fyrstu var reiknað með. Talsvert gekk á í framhaldi af niðurstöðu aganefndar sem kvað upp sinn úrskurð á grundvelli skýrslu dómaranna þar sem mörgum þótti að hrapað hafi verið að ályktunum.

„Mér finnst það mjög sérstakt í ljósi þess sem á undan er gengið að setja þessa dómara á leiki í úrslitakeppninni,“ sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn í Kaplakrika í fyrrakvöld. Hann segir að ÍBV hafi nýlega sent upptöku af fyrrgreindu broti hans til dómaranefndar HSÍ þar sem upptakan var klippt niður ramma fyrir ramma. „Þar sést skýrt að dómararnir fóru rangt mál,“ sagði Magnús og vísar til þess sem dómararnir skrifuðu í skýrslu sinni að Magnús hefði slegið með krepptum hnefa í andlit eins leikmanna Hauka. „Að því sögðu þykir mér mjög sérstakt að dómararnir dæmi í úrslitakeppninni meðan málið er óuppgert. Mér finnst menn ekki leggja saman tvo og tvo á réttum tíma,“ sagði Magnús enn fremur.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert