Liðið er á tímamótum

Guðmundur Þórður Guðmundsson t.v. og Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Guðmundur Þórður Guðmundsson t.v. og Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef skoðað allt sem við höfum getað komið hönd á. Þeir spiluðu leiki í janúar og svo erum við með leiki þeirra gegn Norðmönnum og Frökkum fyrir rúmu ári síðan. Svo var ég sjálfur með Danina og mætti þá Litháen fyrir um þremur árum síðan. Litháar voru að spila á dögunum við Hvít-Rússa í Hvíta-Rússlandi en við fengum það ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Við teljum okkur vita hvað við erum að fara út í,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær.

Síðdegis mætir Ísland liði Litháen í fyrri leik liðanna umspili um laust sæti á HM 2019. Guðmundur stýrir íslenska liðinu í kvöld í mótsleik í fyrsta skipti síðan í háspennuleiknum í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í London 2012.

Sveiflurnar hafa verið talsverðar hjá litháíska liðinu ef horft er til úrslita í undankeppni EM 2018. „Það sem verið hefur einkennandi fyrir þetta lið er að það spilar vel á heimavelli og Litháar eru greinilega erfiðir heim að sækja. Norðmenn töpuðu hér með fjórum mörkum með sitt sterkasta lið. Þeir áttu í miklum erfiðleikum sem og Frakkar (sem unnu nauman sigur). Nú voru Litháar að vinna Hvít-Rússa á útivelli og þetta segir heilmikið um styrk þeirra. Er það óumdeilt.“

Guðmundur segir íslenska liðið hafa undirbúið sig af kostgæfni og hann fékk góðan tíma með hluta leikmannahópsins.

Nánar er rætt við Guðmund Þórð í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Ísland mæt­ir Lit­há­en í Vilnius í dag klukk­an 16 að ís­lensk­um tíma í und­an­keppni HM í hand­knatt­leik karla. Fylgst verður með leikn­um í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is úr Siem­ens Ar­ena í Vilnius. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert