Kurzimniesk löglegur

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sá sína menn vinna öruggan …
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sá sína menn vinna öruggan sigur á Stjörnunni í 1. umferð Olís-deildarinnar. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Lettneski handknattleiksmaðurinn Emils Kurzimniesk er loksins orðinn gjaldgengur með Aftureldingu eftir að félagsskipti hans voru samþykkt af handknattleikssambandi Lettlands í gær.

Kurzimniesk gat ekki tekið þátt í fyrsta leik Aftureldingar í Olís-deildinni á sunnudaginn. Hann verður hins vegar væntanlega klár í slaginn þegar Afturelding fær ÍR í heimsókn á mánudaginn.

Að sögn Einars Andra Einarssonar tókst ekki að ljúka allri pappírsvinnu vegna samkomulags um uppeldisbætur í tíma áður en skrifstofu handknattleikssambands Lettlands var lokað á föstudaginn. Afturelding þarf að greiða lága upphæð í uppeldisbætur til fyrra félags Kurzimniesks samkvæmt reglu EHF vegna þess að leikmaðurinn er yngri en 23 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert