Aron og félagar heimsmeistarar

Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona eru heimsmeistarar félagsliða.
Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona eru heimsmeistarar félagsliða. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona eru heimsmeistarar félagsliða í handknattleik eftir fimm marka sigur gegn Füchse Berlín í úrslitaleik mótsins í Katar í dag en leiknum lauk með 29:24-sigri Barcelona.

Aron skoraði tvö mörk í leiknum úr fimm skotum en Bjarki Már Elísson var markahæstur í liði Füchse Berlín með fimm mörk úr fimm skotum. Füchse Berlín byrjaði leikinn betur og komst í 6:4 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Füchse Berlín hélt þeirri forystu, allt þangað til á 25. mínútu þegar Barcelona komst yfir og staðan í hálfleik var 13:12, Barcelona í vil.

Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en á 40. mínútu náði Barcelona fjögurra marka forskoti. Þeir juku svo forskot sitt í sjö mörk og tókst Füchse Berlín aldrei að brúa það bil og Barcelona er því heimsmeistari félagsliða í fimmta sinn en þetta er annað árið í röð sem Barcelona vinnur keppnina en þeir unnu Füchse Berlín í úrslitaleik í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert