Stemningin var rosaleg

Stefán Rafn Sigurmannsson fór á kostum um helgina.
Stefán Rafn Sigurmannsson fór á kostum um helgina. pickhandball.hu

„Mér gekk hrikalega vel og reyndar liðinu öllu. Eftir þennan sigur erum við í góðum málum,“ sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem fór hamförum með ungverska meistaraliðinu Pick Szeged þegar það vann franska stórliðið Paris SG með eins marks mun, 33:32, í níundu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Szeged á laugardagskvöldið. Stefán Rafn skoraði 11 mörk í leiknum í 12 skotum, þar af átta mörk úr vítaköstum og var markahæsti leikmaður vallarins.

Markverðir franska liðsins, Thierry Omeyer og Rodrigo Corrales, skiptu leiknum á milli sín. Þeir réðu ekkert við skotin frá Hafnfirðingnum.

Þetta var fyrsta tap Paris SG í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en fyrir leikinn í Ungverjalandi hafði liðið unnið alla átta leiki sína. Stefán Rafn og félagar eru í örðu sæti riðilsins, stigi á eftir Parísarliðinu.

„Þetta var hörkuleikur,“ sagði Stefán Rafn ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gær en hann hefur leikið afar vel með Szeged í vetur á sínu öðru keppnistímabili hjá liðinu sem varð ungverskur meistari í vor sem leið í fyrsta sinn í um áratug um leið og það batt enda á áralanga sigurgöngu Veszprém-liðsins.

Nánar er rætt við Stefán Rafn og fjallað um Meistaradeildina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert