Sagosen valinn sá besti í heimi

Sander Sagosen í leik með Norðmönnum.
Sander Sagosen í leik með Norðmönnum. AFP

Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen, leikmaður franska meistaraliðsins Paris SG, er besti handboltamaður heims árið 2018 í vali sem netmiðillinn handball-planet.com stóð fyrir.

24 íþróttafréttamenn frá 22 löndum tóku þátt í kjörinu ásamt almenningi sem tók þátt í netkosningu. Sagosen, sem er 23 ára gamall, stóð uppi sem sigurvegari eftir hörkubaráttu við Þjóðverjann Uwe Gensheimer en þeir leika saman hjá Parísarliðinu.

Fimm efstu í kjörinu urðu:

72 - Sander Sagosen
70 - Uwe Gensheimer
63 - Arpad Sterbik
60 - Andre Schimd
56 - Ludovic Fábregas, Alex Dujshebaev

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert