Norðmenn missa út lykilmann

Magnus Rød skorar fyrir Norðmenn gegn Frökkum á Evrópumótinu.
Magnus Rød skorar fyrir Norðmenn gegn Frökkum á Evrópumótinu. AFP

Magnus Rød, einn af lykilmönnum norska landsliðsins í handknattleik sem mætir Íslandi á Evrópumótinu í Malmö á morgun, leikur ekki meira með liðinu á mótinu.

Rød sem er örvhent skytta og leikur með Flensburg í Þýskalandi, hefur glímt við meiðsli og hann skýrði frá því á fréttamannafundi á liðshóteli Norðmanna í Malmö fyrir stundu að af þeim sökum yrði hann að taka sér þriggja til fjögurra vikna hvíld og yrði því ekki meira með á mótinu.

Rød, sem er 22 ára gamall og 2,03 metrar á hæð, hefur verið með í öllum fimm leikjum Norðmanna á mótinu og skorað 12 mörk en ekki getað beitt sér af fullum krafti.

mbl.is