Haukur með nýjan samning í Póllandi

Haukur Þrastarson
Haukur Þrastarson Ljósmynd/Ein­ar Ragn­ar Har­alds­son

Hauk­ur Þrast­ar­son, landsliðsmaður í hand­bolta, hefur framlengt samning sinn við pólska stórliðið Kielce um tvö ár. Hann er því samningsbundinn félaginu til 2025 en hann er nýkominn til liðsins og á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir það.

Hauk­ur var marka­hæsti leikmaður Olís­deild­ar­inn­ar áður en tíma­bil­inu var af­lýst vegna kór­ónu­veirunn­ar. Hann gekk í kjölfarið til liðs við Kielce eftir að hafa gert þriggja ára samning við stórliðið síðasta vetur.

Í gær var sagt frá því að Haukur er ristarbrotinn og verði frá í um þrjá mánuði. Hann missir því af byrjuninni á pólsku deildarkeppninni en hefur nú engu að síður framlengt samning sinn við félagið um önnur tvö ár, til 2025.

mbl.is