Noregur byrjar á risasigri

Þórir Hergeirsson lætur í sér heyra á hliðarlínunni.
Þórir Hergeirsson lætur í sér heyra á hliðarlínunni. AFP

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, lenti ekki í neinum vandræðum í fyrsta leik sínum á HM á Spáni þegar liðið mætti Kasakstan í C-riðlinum.

Noregur vann með 28 marka mun, 46:18.

Staðan var 24:10 í hálfleik og leikurinn því algjört formsatriði fyrir liðið.

Þrír aðrir leikir fóru fram á HM í kvöld.

Slóvenía fór illa með Svartfjallaland, 28:18, í A-riðlinum og Svíþjóð gjörsigraði Úsbekistan, 46:15, í D-riðlinum.

Mest spennandi leikur kvöldsins var hins vegar á milli Serbíu og Póllands í B-riðli, þar sem Serbía hafði að lokum betur, 25:21, eftir að leikurinn hafði verið í járnum lengst af.

mbl.is