Búnir að vinna gull, silfur og brons saman

Björgvin Páll og Alexander Petersson með enn ein verðlaunin saman.
Björgvin Páll og Alexander Petersson með enn ein verðlaunin saman. mbl.is/Jóhann Ingi

Björgvin Páll Gústavsson var í íslenska landsliðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum árið 2008 og brons á EM 2010. Alexander Petersson var það sömuleiðis og þeir unnu enn og aftur til verðlauna saman er Valur varð Evrópubikarmeistari með sigri á Olympiacos í vítakeppni í kvöld. 

„Þetta er aðeins óraunverulegt. Ég stóð við hliðina á Alexander Petersson og nú erum við saman búnir að ná í gull, silfur og brons. Það var fallegt að fatta það á pallinum að ég stóð síðast með honum árið 2010 á EM.“

Eftir Ólympíuleikana gaf Björgvin út gellínuna Silver með Loga Geirssyni sem var einnig í Ólympíuliðinu 2008. En er gellínan Gold á leiðinni núna?

„Það er aldrei að vita,“ sagði Björgvin og hló dátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert