Ramos sendi Salah skilaboð

Jürgen Klopp huggar Mohamed Salah eftir að Egyptinn meiddist í …
Jürgen Klopp huggar Mohamed Salah eftir að Egyptinn meiddist í gær. AFP

Bjartsýnir ríkir hjá egypska knattspyrnusambandinu um að stjarna landsliðsins, Mohamed Salah, geti leikið á HM þrátt fyrir að hafa meiðst í öxl í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.

Salah meiddist í fyrri hálfleik í 3:1-tapi Liverpool gegn Real Madrid og var óttast að hann hefði farið úr axlarlið. Á Twitter-síðu egypska knattspyrnusambandsins segir hins vegar að læknisskoðun hafi sýnt að liðbönd í öxl hafi tognað og að bjartsýni ríki um að Salah verði klár í slaginn fyrir HM sem hefst 14. júní.

Salah meiddist eftir að hafa verið togaður niður af Sergio Ramos, fyrirliða Real, sem sendi honum skilaboð á samfélagsmiðlum eftir leik:

„Stundum sýnir fótboltinn manni sínar góðu hliðar og öðrum slæmar. Umfram allt erum við báðir fagmenn. Jafnaðu þig fljótt, Salah. Framtíðin bíður þín.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert