Deildin kom Birki skemmtilega á óvart

Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef reynt að einbeita mér að Val og hefur því tekist að halda HM hugsunum frá að mestu. En nú þegar landsliðið kemur saman þá fer eftirvæntingin væntanlega að byggjast upp,“ sagði bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í samtali við mbl.is. 

Framundan er vináttuleikur gegn Noregi á laugardaginn. „Leikurinn snýst meðal annars um að spila liðið saman enda höfum við ekki fengið marga leiki síðan í haust. Því er mikilvægt að fá leiki og spila liðið saman fyrir stóru leikina,“ sagði Birkir sem er í góðri leikæfingu enda þétt leikið á Íslandsmótinu í upphafi tímabilsins. 

„Ég er 100% heill og í hörkustemningu. Leikæfingin er góð enda nóg af leikjum. Eftir að ég byrjaði loksins að spila í mars eftir meiðsli þá hef ég spilað mikið. Pepsí-deildin hefur komið mér skemmtilega á óvart því ég bjóst við að meiri styrkleikamunur yrði á efstu liðunum og hinum svokölluðu botnliðum. Liðin sem spáð var að yrðu í neðstu sætunum hafa eiginlega spilað mjög vel. Ég myndi segja að þetta sé þokkalega sterk deild,“ sagði Birkir Már Sævarsson ennfremur við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert