Valinn maður er í hverju rúmi hjá Argentínu

Sergio Agüero og Lionel Messi eru í leikmannahópi Argentínu en ...
Sergio Agüero og Lionel Messi eru í leikmannahópi Argentínu en þeir eru báðir landsmeistarar í sínum deildum. AFP

Undirbúningur knattspyrnulandsliðs Argentínu fyrir leikinn við Ísland á laugardag hefur síður en svo gengið eins og best verður á kosið. Þar að auki komst liðið með miklum naumindum áfram í gegnum undankeppni HM heima í Suður-Ameríku. Leikmannaúrvalið sem Argentína hefur á að skipa, og tiltölulega nýr og virtur þjálfari, sýnir hins vegar að liðið gæti hæglega barist um verðlaun á HM.

Eins og lesa má um á forsíðu íþróttablaðsins í dag er argentínska liðið að miklu leyti byggt upp í kringum Lionel Messi. Þjálfarinn Jorge Sampaoli, sem gerði Síle að Suður-Ameríkumeistara 2015 [með sigri á sinni heimaþjóð, Argentínu], hefur líka ekkert farið í felur með það eftir að hann tók við Argentínu fyrir ári.

Sumir vilja meina að Sampaoli hafi tekið við argentínska liðinu of seint og hafi ekki haft nægan tíma til að móta það fyrir þetta mikilvæga mót, sem gæti orðið síðasta tækifæri Messis til að leiða Argentínu að heimsmeistaratitli. Mikið hefur verið rætt um það hvort og hvernig Ísland geti stöðvað þennan töframann, sem stendur upp úr í ótrúlegum sóknarher Argentínu, og erfitt er að benda á veika hlekki innan liðsins.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.