HM í dag: Lið Kanada

Alphonso Davies hefur leikið 133 mótsleiki fyrir þýska stórliðið Bayern …
Alphonso Davies hefur leikið 133 mótsleiki fyrir þýska stórliðið Bayern München. AFP/Josep Lago

Kanada er með í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í fyrsta skipti í 36 ár.

Kanadamenn töpuðu 0:1 fyrir Belgum í fyrstu umferðinni og 1:4 fyrir Kanada í annarri umferð og áttu þar með ekki lengur möguleika á að komast áfram.

Kanada er í 41. sæti á heimslista FIFA og er þar í fjórða sæti af Norður- og Mið-Ameríkuþjóðum, á eftir Mexíkó, Bandaríkjunum og Kostaríka. Kanada hefur aðeins einu sinni áður leikið í lokakeppni HM. Það var í Mexíkó árið 1986 þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum.

Kanada kom til leiks í 1. umferð undankeppni HM og vann þar sinn riðil á undan Súrínam, Bermúda, Arúba og Caymen-eyjum. Í 2. umferð vann liðið Haítí 4:0 samanlagt í tveimur leikjum og fór því í úrslitakeppni átta liða á svæðinu. Þá keppni unnu Kanadamenn, á undan Mexíkó, Bandaríkjunum, Kostaríka, Panama, Jamaíku, El Salvador og Hondúras og spiluðu samtals 20 leiki til að komast á HM.

Alphonso Davies, 22 ára gamall vinstri kantmaður frá Bayern München, er stjarna kanadíska liðsins og hefur verið í baráttu við að vera heill heilsu fyrir fyrsta leikinn á HM. Jafnaldri hans, Jonathan David, hefur þegar skorað 22 mörk fyrir landslið Kanada og 67 mörk í efstu deildum Frakklands og Belgíu.

John Herdman hefur náð góðum árangri með lið Kanada á …
John Herdman hefur náð góðum árangri með lið Kanada á undanförnum árum. AFP/Patrick T. Fallon

Kanada lék fjóra vináttulandsleiki í haust en í september vann liðið 2:0 sigur á Katar, tapaði 0:2 fyrir Úrúgvæ og gerði 2:2 jafntefli við Barein. Síðasta fimmtudag unnu Kanadamenn lið Japan, 2:1, í Dubaí.

John Herdman þjálfar lið Kanada en hann er 47 ára gamall Englendingur sem hefur stýrt liðinu í tæp fimm ár. Herdman þjálfaði áður tvö kvennalandslið, Nýja-Sjáland frá 2006 til 2011 og Kanada frá 2011 til 2018, og  fór með þau bæði á Ólympíuleika þar sem Kanada fékk tvisvar bronsverðlaun undir hans stjórn.

LIÐ KANADA:

Markverðir:
1 Dane St. Clair, 25 ára, Minnesota United (Bandaríkjunum), 2 leikir
16 James Pantemis, 25 ára, CF Montréal, nýliði
18 Milan Borjan, 35 ára, Rauða stjarnan (Serbíu), 68 leikir

Varnarmenn:
2 Alistair Johnston, 24 ára, CF Montréal, 30 leikir, 1 mark
3 Sam Adekugbe, 27 ára, Hatayspor (Tyrklandi), 34 leikir, 1 mark
4 Kamal Miller, 25 ára, CF Montréal, 29 leikir
5 Steven Vitória, 35 ára, Chaves (Portúgal), 35 leikir, 4 mörk
22 Richie Laryea, 27 ára, Toronto, 34 leikir 1 mark
25 Derek Cornelius, 24 ára, Panetolikos (Grikklandi), 14 leikir
26 Joel Waterman, 26 ára, CF Montréal, 2 leikir

Miðjumenn:
6 Samuel Piette, 28 ára, CF Montréal, 66 leikir
7 Stephen Eustáquio, 25 ára, Porto (Portúgal), 26 leikir, 3 mörk
8 Liam Fraser, 24 ára, Deinze (Belgíu), 15 leikir
13 Atiba Hutchinson, 39 ára, Besiktas (Tyrklandi), 98 leikir, 9 mörk
14 Mark-Anthony Kaye, 27 ára, Toronto, 38 leikir, 2 mörk
15 Ismaël Koné, 20 ára, CF Montréal, 6 leikir, 1 mark
21 Jonathan Osorio, 30 ára,  Toronto, 57 leikir, 7 mörk
24 David Wotherspoon, 32 ára, St. Johnstone (Skotlandi), 10 leikir, 1 mark

Sóknarmenn:
9 Lucas Cavallini, 29 ára, Vancouver Whitecaps, 34 leikir, 18 mörk
10 Junior Hoilett, 32 ára, Reading (Englandi) 50 leikir, 14 mörk
11 Tajon Buchanan, 23 ára, Club Brugge (Belgíu), 26 leikir, 4 mörk
12 Iké Ugbo, 24 ára, Troyes (Frakklandi), 8 leikir
17 Cyle Larin, 27 ára, Club Brugge (Belgíu), 55 leikir, 25 mörk
19 Alphonso Davies, 22 ára, Bayern München (Þýskalandi) 34 leikir, 12 mörk
20 Jonathan David, 22 ára, Lille (Frakklandi), 35 leikir, 22 mörk
23 Liam Millar, 23 ára, Basel (Sviss), 16 leikir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert