Van Gaal knúsaði ungan blaðamann (myndskeið)

Louis van Gaal var í góðu skapi á fundinum.
Louis van Gaal var í góðu skapi á fundinum. AFP/Alberto Pizzoli

Louis van Gaal, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í fótbolta, var í góðu skapi í dag á blaðamannafundi hollenska liðsins fyrir leikinn gegn Ekvador á HM í Katar á morgun.

Holland vann 2:0-sigur á Senegal í fyrstu umferð mótsins, en þrátt fyrir það lýsti ungur senegalskur blaðamaður yfir aðdáun sinni á van Gaal á fundinum.

Þegar blaðamaðurinn fékk orðið, nýtti hann tækifærið til að lýsa yfir aðdáun sinni á hollenska þjálfaranum, frekar en að spyrja hann að einhverju. Van Gaal var himinlifandi með blaðamanninn unga og bauð honum knús eftir fundinn, sem hann þáði. 

Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is