Fimm breytingar á liði Argentínu

Lisandro Martinez kemur inn í lið Argentínu í kvöld.
Lisandro Martinez kemur inn í lið Argentínu í kvöld. AFP/Juan Mabromata

Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, gerir fimm breytingar á liði sínu frá síðasta leik fyrir leikinn gegn Mexíkó á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar í kvöld. 

Argentína tapaði afar óvænt 1:2 gegn Sádi-Arabíu í fyrsta leik C-riðilsins. Scaloni var skiljanlega allt annað en sáttur með þá frammistöðu og gerir heilar fimm breytingar á liði sínu fyrir leik kvöldsins. 

Miðvörður Manchester United Lisandro Martinez kemur meðal annars inn í liðið í stað Christian Romero. Ásamt honum koma Gonzalo Montiel, Marcos Acuna, Guido Rodriguez og Alexis MacAllister inn fyrir Nahuel Molina, Nicolás Tagliafico, Leandro Paredes og Alejandro Gomez. 

mbl.is