Hvernig verður mótsins minnst?

Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari þungt hugsi í leiknum við Frakka …
Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari þungt hugsi í leiknum við Frakka í gærkvöld. AFP

Þegar horft verður til baka til heimsmeistaramótsins í Egyptalandi árið 2021 þá fær það ekki góðan sess í íslensku handboltasögunni.

Eftir úrslit gærdagsins bendir allt til þess að Ísland nái ekki einu af sextán efstu sætunum á mótinu og það hefur aldrei áður gerst í HM-sögu íslenska karlalandsliðsins.

Fram að þessu er lakasti árangur Íslands á mótinu fimmtánda sætið í lokakeppni HM árið 2005 en þá var einmitt líka leikið í Norður-Afríku, nánar tiltekið í Túnis.

En hvort þetta verður metið sem lakasta frammistaða landsliðsins á heimsmeistaramóti er svo allt annað mál. Sennilega verður þess frekar minnst sem mótsins þar sem margir ungir leikmenn fengu gríðarlega reynslu og voru hvað eftir annað nærri því að vinna leiki en vantaði alltaf herslumuninn fræga í jöfnu leikjunum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert