Spánverjar í undanúrslitin og mæta Dönum

Spánverjinn reyndi Viran Morros fagnar í leiknum við Norðmenn í …
Spánverjinn reyndi Viran Morros fagnar í leiknum við Norðmenn í kvöld. AFP

Spánverjar mæta Dönum í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í Egyptalandi eftir að hafa lagt Norðmenn að velli í undanúrslitunum í kvöld, 31:26.

Spánverjar náðu undirtökunum fljótlega, voru komnir í 13:8 eftir 20 mínútur og skoruðu hvorki fleiri né færri en 21 mark í fyrri hálfleiknum. Staðan var 21:15 að honum loknum.

Norðmenn minnkuðu muninn strax niður í þrjú mörk eftir hlé, 21:18, en Spánverjarnir náðu að halda þeim þremur til fimm mörkum frá sér og norska liðið átti ekki möguleika á lokamínútunum.

Spánn: Alex Dujshebaev 8, Ruben Marchan 6, Jorge Maqueda 4, Angel Fernandez 3, Ferran Sole Sala 3, Daniel Dujshebaev 3, Daniel Sarmiento 1, Aleix Gomez 1, Joan Canellas 1, Raul Entrerrios 1.

Noregur: Magnus Jondal 6, Goran Sögard Johannessen 4, Sander Sagosen 4, Alexandre Christoffersen Blonz 3, Christian O`Sullivan 3, Bjarte Myrhol 3, Petter Overby 2, Eivind Tangen 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert