Gat ekki annað en hlegið að Guðmundi

„Mér fannst viðbrögðin fyrst og fremst fyndin,“ sagði Vignir Svavarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, í Dagmálum þegar heimsmeistaramótið 2023 í Svíþjóð og Póllandi var gerð upp.

Guðmundur Þórður Guðmundsson var illa fyrir kallaður þegar hann mætti í viðtal hjá Rúv eftir lokaleik íslenska liðsins gegn Brasilíu í milliriðli II.

„Maður kannast aðeins við hann og sá í hvaða standi hann var,“ sagði Vignir.

„Maður gat ekki annað en hlegið að honum. Þetta fór eitthvað í taugarnar á honum og hann missti aðeins hausinn, sem er bara gott og blessað,“ sagði Vignir meðal annars.

Uppgjörið úr riðlakeppni HM má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is