Pétur: Ógeðslega sætt

Pétur Maack skoraði jöfnunarmark Ísland 2:2 á móti Serbum í kvöld og átti stoðsendingu í fyrsta markinu. Ísland sigraði 5:3 og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á HM að þessu sinni. 

„Þetta er sætasti sigur sem ég hef verið með í alla vega,“ sagði Pétur meðal annars við mbl.is að leiknum loknum í kvöld.

Pétur sagði að andinn í liðinu hafi gert gæfumuninn eftir að leikmenn fengu spark í rassinn á upphafsmínútunum.

Nú er stefnan sett á verðlaun í mótinu sagði Pétur ennfremur. 

Pétur Maack fagnar marki sínu í kvöld.
Pétur Maack fagnar marki sínu í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is