SA vann SR stórt

Gunnborg Jóhannsdóttir (önnur frá hægri), skoraði tvívegis fyrir SA í …
Gunnborg Jóhannsdóttir (önnur frá hægri), skoraði tvívegis fyrir SA í morgun. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

SA vann SR 8:0 í skautahöllinni á Akureyri í Hertz-deild kvenna í íshokkí í morgun.

Gunnborg Jóhannsdóttir og Anna Ágústsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir SA en þær Ragnhildur Kjartansdóttir, Amanda Bjarnadóttir, María Eiríksdóttir og Magdalena Sulova skoruðu allar eitt mark.

SA er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir átta leiki og virðist ekkert geta komið í veg fyrir að þær vinni enn einn Íslandsmeistaratitilinn.

mbl.is