Sigurður: Vörnin gerði útslagið

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Vestfirðingurinn kröftugi í liði Grindvíkinga, sagði við mbl.is eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld að vörn liðsins hefði gert útslagið.

Sóknarleikur Grindavíkurliðsins hefði verið hægur en vörnin fín, og frammistaðan í þriðja leikhluta hefði bjargað málunum.

mbl.is