Haukur heiðraður fyrir frammistöðuna

Haukur Helgi Pálsson í landsleik á móti Finnum.
Haukur Helgi Pálsson í landsleik á móti Finnum. mbl.is/Árni Sæberg

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var valinn mikilvægasti leikmaður franska úrvalsdeildarliðsins Cholet í febrúar og mars. 

Netmiðillinn Karfan.is greinir frá þessu en Haukur skoraði 10 stig að meðaltali á tímabilinu sem um ræðir, gaf 2 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Auk þess er Haukur mjög öflugur varnarmaður eins og íslenskir íþróttaunnendur vita. 

Cholet er í 16. sæti deildarinnar en Haukur gekk til liðs við félagið síðasta sumar. 

mbl.is