Tvöfaldir bikarmeistarar úr leik

Brittanny Dinkins skoraði 39 stig í kvöld en það dugði …
Brittanny Dinkins skoraði 39 stig í kvöld en það dugði ekki til. mbl.is/Eggert

Keflavík, bikarmeistarar síðustu tveggja ára, eru úr leik í Geysisbikar kvenna í körfuknattleik eftir 89:71-tap gegn Val í átta liða úrslitum keppninnar í Keflavík í kvöld. Valskonur leiddu með tveimur stigum að loknum fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta tók Valur öll völd á vellinum og staðan 39:28, Val í vil, í hálfleik. 

Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af meiri krafti og leiddu með 17 stigum að loknum þriðja leikhluta. Það bil tókst Keflavík ekki að brúa og svo fór að lokum að Valskonur unnu sanngjarnan 18 stiga sigur.

Brittanny Dinkins var eini leikmaður Keflavíkur sem var með lífsmarki í kvöld en hún skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Heather Butler var stigahæst í liði Vals með 23 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Valskonur eru því komnar áfram í undanúrslit Geysisbikarsins, líkt og Stjarnan, Snæfell og Breiðablik, en Breiðablik er úr leik.

Keflavík - Valur 71:89

Blue-höllin, Bikarkeppni kvenna, 20. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 4:2, 8:9, 13:9, 13:15, 16:21, 20:26, 23:28, 28:39, 30:48, 34:54, 39:61, 49:66, 51:71, 56:81, 61:89, 71:89.

Keflavík: Brittanny Dinkins 39/13 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12, Irena Sól Jónsdóttir 6/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 6/5 fráköst, María Jónsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn.

Valur: Heather Butler 23/10 fráköst, Helena Sverrisdóttir 17/8 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 12/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 11, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Simona Podesvova 8/10 fráköst/5 stolnir, Ásta Júlía Grímsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert