Cousins meiddist gegn Clippers

DeMarcus Cousins situr á parketinu í nótt.
DeMarcus Cousins situr á parketinu í nótt. AFP

DeMarcus Cousins, miðherji meistaranna í Golden State Warriors fór meiddur af velli í nótt þegar Golden State tapaði fyrir LA Clippers í 1.umferð úrslitakeppni NBA-körfuboltans. 

Cousins fer í myndatöku í dag eða á morgun og þá skýrist betur hversu alvarleg meiðslin eru en Cousins meiddist á vinstri fæti. 

Á blaðamannafundi sagðist Steve Kerr þjálfari Golden State telja að meiðslin voru nokkuð alvarleg og leikmaðurinn yrði því líklega frá keppni á næstunni. 

Cousins hefur leikið 30 leiki fyrir Golden State eftir að hafa jafnað sig af meiðslum í hásin og skorað 16 stig að meðaltali. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert