Haukar sneru taflinu við í seinni hálfleik

Haukar unnu sterkan sigur á Grindavík.
Haukar unnu sterkan sigur á Grindavík. mbl.is/Hari

Haukar unnu 70:60-sigur á Grindavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavík var sterkara liðið í fyrri hálfleik en Haukar miklu sterkari í þeim seinni. Sigurinn var kærkominn eftir fjögur töp í röð.  

Staðan í hálfleik var 35:23, Grindavík í vil, og skoruðu Haukar aðeins átta stig í öðrum leikhluta. Grindavík náði með þrettán stiga forystu en Haukar neituðu að gefast upp og með góðum seinni hálfleik tryggðu þeir sér sinn fimmta sigur á leiktíðinni. 

Randi Brown skoraði 27 stig fyrir Hauka og Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 14 stig og tók auk þess 10 fráköst. Jordan Reynolds skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Grindavík og Hrund Skúladóttir gerði tíu stig.

Haukar eru í fimmta sæti með tíu stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Grindavík er stigalaust á botninum. 

Haukar - Grindavík 70:60

Ásvellir, Úrvalsdeild kvenna, 01. desember 2019.

Gangur leiksins:: 2:4, 6:10, 11:14, 15:14, 15:21, 18:24, 22:28, 23:35, 30:40, 35:45, 41:47, 49:49, 51:51, 57:53, 61:57, 70:60.

Haukar: Randi Keonsha Brown 27/6 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/10 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 8/11 fráköst/3 varin skot, Jannetje Guijt 6, Sigrún Björg Ólafsdóttir 2, Bríet Lilja Sigurðardóttir 1/8 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 18 í sókn.

Grindavík: Jordan Airess Reynolds 21/14 fráköst, Hrund Skúladóttir 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Ólöf Rún Óladóttir 8, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 7/6 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Helgi Jónsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 76

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert