Búið að draga í fjórðungs- og undanúrslit

Valur er ríkjandi bikarmeistari kvenna.
Valur er ríkjandi bikarmeistari kvenna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dregið var í fjórðungs- og undanúrslit bikarkeppni kvenna og karla á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands í hádeginu í dag.

Stutt er á milli leikja í VÍS-bikarnum í mánuðinum og því þótti nauðsynlegt að mati KKÍ að klára að draga mótherja fram að úrslitum.

Í bikarkeppni kvenna eru lið Hauka, Keflavíkur og Vals komin áfram. Fjórar viðureignir fara fram í 16-liða úrslitum í kvöld, en þar sem liðum fækkaði liðum í keppninni verða eftir sjö lið í fjórðungsúrslitum. Þannig fer eitt lið beint áfram í undanúrslit, án þess að leika í fjórðungsúrslitum.

Fjórðungsúrslit - laugardagurinn 11. september

Viðureign 1: Stjarnan eða Tindastóll - Valur
Viðureign 2: Keflavík - Haukar
Viðureign 3: KR eða ÍR - Grindavík eða Njarðvík
Viðureign 4: Fjölnir eða Breiðablik (fara áfram í undanúrslit)

Viðureignir í fjórðungsúrslitum skýrast eftir leikina mánudaginn 6. september.

Undanúrslit - miðvikudagurinn 15. september

Sigurvegari viðureign 1 - Sigurvegari viðureign 2
Sigurvegari viðureign 4 - Sigurvegari viðureign 3

Eins og viðureignirnar drógust þýða þær að Stjarnan eða Tindastóll eða Valur eiga heimaleik gegn Keflavík eða Haukum í undanúrslitum. Í hinni viðureigninni verða það Fjölnir eða Breiðablik sem eiga heimaleik gegn KR eða ÍR eða Grindavík eða Njarðvík.

Bikarkeppni karla

Í bikarkeppni karla er lið Hauka komið áfram í fjórðungsúrslit, en annað kvöld fara fram sjö viðureignir um sæti í fjórðungsúrslitum. Leikið verður um öll sæti í undanúrslitum.

Fjórðungsúrslit - sunnudagurinn 12. september

Viðureign 1: Tindastóll eða Álftanes - Höttur eða Keflavík
Viðureign 2: Stjarnan eða KR - Grindavík eða Breiðablik
Viðureign 3: Njarðvík eða Valur - Haukar
Viðureign 4: Vestri eða Sindri - ÍR eða Þór Þ.

Viðureignir í fjórðungsúrslitum skýrast eftir leikina þriðjudaginn 7. september.

Undanúrslit - fimmtudagurinn 16. september

Sigurvegari viðureign 3 - Sigurvegari viðureign 4
Sigurvegari viðureign 2 - Sigurvegari viðureign 1

Njarðvík eða Valur eða Haukar eiga heimaleik gegn Vestra eða Sindra eða ÍR eða Þór Þ. Í hinni viðureigninni verða það Stjarnan eða KR eða Grindavík eða Breiðablik sem eiga heimaleik gegn Tindastóli eða Álftanesi eða Hetti eða Breiðablik.

Úrslit VÍS-bikarsins verða leikin í Smáranum laugardaginn 18. september. Að þessu sinni eiga konurnar fyrri leikinn klukkan 16.45 og karlarnir seinni leikinn klukkan 19.45.

Þetta víxlast svo í úrslitum bikarkeppninnar 2022, þar sem karlarnir leika fyrri leikinn og konurnar þann seinni.

mbl.is