Njarðvík fyrst í undanúrslit

Allyah Collier átti stórleik.
Allyah Collier átti stórleik. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir æsispennandi leik við Fjölni á heimavelli. Urðu lokatölur eftir framlengdan leik 89:88.

Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiks en Njarðvík var með sjö stiga forskot í hálfleik, 46:39. Sá munur var orðinn þrjú stig fyrir fjórða leikhlutann, 62:59, og eftir æsispennandi lokamínútur var staðan eftir venjulegan leiktíma 77:77.

Að lokum var Njarðvík ögn sterkari í framlengingunni og tryggði sér sætan bikarsigur. Allyah Collier átti magnaðan leik fyrir Njarðvík og skoraði 42 stig og tók 17 fráköst. Nafna hennar Mazyck skoraði 34 stig fyrir Fjölni. 

Átta liða úrslitunum líkur á morgun þegar ÍR mætir Haukum, Breiðablik fær Hamar-Þór í heimsókn og Stjarnan og Snæfell mætast í Garðabænum.

Njarðvík - Fjölnir 89:88

Ljónagryfjan, VÍS bikar kvenna, 11. desember 2021.

Gangur leiksins:: 4:4, 14:9, 17:16, 22:21, 33:26, 39:33, 41:35, 46:39, 51:43, 56:48, 57:53, 62:59, 62:62, 71:70, 73:74, 77:77, 79:79, 89:88.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 42/17 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 18/15 fráköst/7 stoðsendingar, Diane Diéné Oumou 15/15 fráköst/5 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Vilborg Jonsdottir 4/5 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Helena Rafnsdóttir 2.

Fráköst: 38 í vörn, 14 í sókn.

Fjölnir: Aliyah Daija Mazyck 34/8 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 18/5 fráköst, Sanja Orozovic 14/10 fráköst, Iva Bosnjak 12, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 7/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 3/5 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert