Tryggvi tilnefndur ásamt Doncic og Markkanen

Tryggvi Snær Hlinason í leiknum í gær.
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum í gær. mbl.is/Óttar Geirsson

Tryggvi Snær Hlinason var frábær er Ísland vann stórkostlegan 67:66 endurkomusigur á Hollandi er liðin mætt­ust í H-riðli í undan­keppni heims­meist­ara­móts karla í körfu­bolta í Ólafssal á Ásvöll­um í gærkvöldi.

Tryggvi skilaði 20 stigum, tók 11 fráköst og var með samtals 31 framlagsstig. 

Fyrir frammistöðu sína hefur Tryggvi verið tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar ásamt leikmönnum eins og Slóvenanum Luka Doncic og Finnanum Lauri Markkanen. 

Doncic, ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar með Dallas Mavericks, var í lykilhlutverki hjá Slóvenum þegar þeir unnu Króata í nágrannaslag, 97:69, og Markkanen, sem leikur með Chicago Bulls, lét til sín taka í öruggum sigri Finna, líka í nágrannaslag, þegar þeir unnu Svía 85:69.

Hér má sjá leikmennina sem tilnefndir voru:


Hér er hægt að kjósa.

mbl.is