Þreföld tvenna frá Morant dugði ekki til

Ja Morant með boltann í leiknum í nótt.
Ja Morant með boltann í leiknum í nótt. AFP/David Berding

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt.

Ja Morant átti magnaðan leik fyrir Memphis Grizzlies er liðið tapaði fyrir Minnesota Timberwolves, 100:111. Morant skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Anthony Edwards skoraði 25 stig fyrir Minnesota ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. 

Giannis Antentokounmpo var eins og svo oft áður frábær í liði Milwaukee Bucks er liðið vann Indiana Pacers 141:131. Grikkinn skoraði 41 stig og tók 12 fráköst. Þá skoraði Steph Curry 35 stig, tók 7 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Golden State Warriors þegar liðið lagði Toronto Raptors, 129:117. Fred VanVleet var stigahæstur í liði Toronto með 28 stig og 10 stoðsendingar.

Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni má sjá hér að neðan:

Milwaukee Bucks 141:131 Indiana Pacers

Memphis Grizzlies 100:111 Minnesota Timberwolves

Orlando Magic 105:110 Miami Heat

Cleveland Cavaliers 100:112 Oklahoma City Thuder

Toronto Raptors 117:129 Golden State Warriors.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert