Valur vann Keflavík í toppslagnum

Kiana Johnson með boltann í leiknum í kvöld. Hún endaði …
Kiana Johnson með boltann í leiknum í kvöld. Hún endaði stigahæst á vellinum með 20 stig. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur vann Keflavík, 81:74, í toppslag Subway-deildar kvenna í körfubolta á Hlíðarenda í kvöld.

Valur leiddi með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta en í hálfleik var staðan 41:31. Valur hélt áfram að auka forskotið í þriðja leikhluta en í þeim fjórða kom áhlaup frá Keflavík sem minnkaði muninn í fimm stig, en komst ekki nær.

Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals en hún skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst með 15 stig og 13 fráköst. Hjá Keflavík var Anna Ingunn Svansdóttir stigahæst með 18 stig.

Keflavík er áfram á toppi deildarinnar með 32 stig en með sigrinum minnkaði Valur forskotið niður í tvö stig. 

mbl.is