Til Hamars í þriðja sinn

Danero Thomas er kominn til Hamars í þriðja sinn.
Danero Thomas er kominn til Hamars í þriðja sinn. Ljósmynd/Hamar

Körfuknattleiksmaðurinn Danero Thomas hefur gert samning við Hamar og mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Hamar tryggði sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð og verður því nýliði í úrvalsdeildinni í vetur.

Danero kemur til Hamars frá Breiðabliki, þar sem hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þar á undan lék hann í eitt tímabil með Hamri. Framherjinn lék einnig með Hamri árin 2013 til 2014.

Leikmaðurinn hefur verið með íslenskan ríkisborgararétt frá árinu 2018 og lék sinn fyrsta landsleik með Íslandi 2. september sama ár. Hann hefur einnig leikið með KR, Val, Fjölni, Þór frá Akureyri, ÍR og Tindastóli hér á landi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert