Reykjavíkurleikarnir hefjast um helgina

Judo Reykjavikurleikarnir 2020
Judo Reykjavikurleikarnir 2020

Reykjavíkurleikarnir fara fram í fimmtánda sinn dagana 29. janúar til 6. febrúar. Keppt er í yfir tuttugu íþróttagreinum, skák og strandblak eru nýjar greinar á Reykjavíkurleikunum. Í fyrra voru Reykjavíkurleikarnir aðeins með íslenskum keppendum, en nú er von á yfir 300 erlendum og keppnisþyrstum keppendum sem koma alls staðar að úr heiminum.

Parakeppni er nýr liður á Reykjavíkurleikunum

CrossFit verður með spennandi parakeppni laugardaginn 5. febrúar þar sem Annie Mist, Björgvin Karl og Katrín Tanja keppa ásamt fleiri íþróttamönnum í parakeppni. Á 90 mínútum keppa þau í 5 greinum sem reyna á styrk, tækni, hraða og úthald. Frekari upplýsingar um keppnina má finna hér

Skák kemur ný inn á Reykjavíkurleikana, þar sem tvær keppnir fara fram. Á laugardeginum 29. janúar fer fram Reykjavíkurhraðskákmót og á sunnudeginum verður Norðurlandakeppni í skák, þar mætast bestu skákkonur og skákmenn hvers lands. Frekari upplýsingar má finna hér

Keppnin í strandblaki verður hraðmót þar sem boltinn er allan tímann í leik, þar munu liðin keppast um að verða kóngur og drottning vallarins.

Um næstu helgi fer danskeppnin fram, þar mæta sterk danspör meðal annars frá Norðurlöndunum og keppast um Reykjavíkurleikatitilinn.

Keppni án áhorfenda

Núverandi reglugerð bannar áhorfendur sem gerir félögunum erfitt fyrir, en forvitnilegt verður hvort að nýjar reglur sem taka gildi 2. febrúar muni leyfa áhorfendur, þá væri hægt að mæta á Reykjavíkurleikana seinni helgina.

Hægt verður að horfa á allar greinarnar í beinu streymi á heimasíðu Reykjavíkurleikanna, RIG.is.

Reykjavik International Games
Reykjavik International Games
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert